UM LUNDAVESPUR

Skemtileigan Lundavespur eða Puffin Scooters var stofnuð sumarið 2008 með litlum fyrirvara. Tilgangurinn með vespuleigunni er að bjóða upp skemmtilega afþreyingu fyrir landsmenn sem erlenda ferðamenn og í leiðinni kynna Íslendingum kosti þess að keyra um á slíkum ökutækjum í stað eyðslufrekra bíla. Hugmyndin að vespuleigu spratt upp úr vangaveltum yfir því hvers vegna fólk ferðaðist í svo miklum mæli frá einum stað til annars innan Reykjavíkur á jeppum yfir sumartímann! Fyrirmyndin var sótt erlendis frá þar sem allar helstu borgir hafa upp á slíka þjónustu að bjóða, því ekki líka höfuðborg Íslands?

Vegna þeirra jákvæðu viðbragða sem fengust við þjónustunni fyrsta sumarið sem leigan var opin, var ákveðið að halda svamlinu í djúpu lauginni áfram og njóta ævintýrisins enn frekar.

Í byrjun árs 2012 tóku Lundavespur höndum saman við mótorhjólaleiguna Biking Viking og hafa leigunrnar tvær

nú verið sameinaðar.

Ekki er lengur boðið uppá rafmagnshjólin, línuskautana og dorgveiðistangirnar.

Leigan fer fram hjá Reykjavík Motor Center að Bolholti 4 Reykjavík.

 

Menu