Árið 1998 stofnaði Njáll Gunnlaugsson, ökukennari með meiru fyrirtækið Biking Viking með því markmiði að leigja út mótorhjól til erlendra ferðamanna. 10 árum seinna gekk Eyþór Örlygsson mótorhjólakappi til liðs við Njál og saman hafa þeir byggt fyrirtækið upp jafnt og þétt með góðum árangri. Árið 2009 sameinaðist Biking Viking stærstu mótohjólaleigu landsins á þeim tíma, Riding Iceland. Ákveðið var að halda Biking Viking nafninu eftir sameininguna. Tilgangur félagsins var að bjóða upp á gott úrval mótorhóla til útleigu sem og auka flóru leiðsagðra, skipulagðra mótorhjólaferða um Ísland. Árið 2012 var tíðindamikið ár í sögu Biking Viking. Í byrjun árs var Biking Viking sameinað Lundavespum-Skemmtileigu og Harley-Davidson versluninni sem var til húsa við Grensásveg. Auk þess náðust samningar við BMW Motorrad í Þýskalandi svo Biking Viking mun frá og með sumrinu 2013 eingöngu og með stolti, leigja út hjól frá BMW.

 

 

Menu