Hjörtur L. Jónsson
Biking Viking hefur notið krafta Hjartar frá árinu 2003, þegar hann byrjaði sem leiðsögumaður hjá félaginu. Hjörtur hefur varla stigið af mótorhjóli
sl. 40 ár eða eftir að hann tók fyrst í skellinöðru við
12 ára aldur. Hjörtur býr yfir hafsjó af þekkingu um landið okkar og hefur sennilega hjólað á flestum slóðum landsins, hvort sem er á hálendi eða láglendi. Uppáhalds hjólaleiðir Hjartar eru svæðin í kringum Landmannalaugar og Heklu. Tekið skal þó fram að Vestfirði þekkir Hjörtur jafn vel og eigin lófa.
Menu