Þorgeir ÓlafssonÞorgeir (Toggi) hefur verið mótorhjóla-leiðsögumaður frá árinu 2002, þá aðallega í ferðum um hálendi Íslands, svo þar er hann öllum hnútum kunnugur. Toggi hefur 34 ára reynslu af mótorhjóla-akstri og hefur hann nýtt þann tíma vel. Við erum að tala um atvinnuökmann frá árunum 1996-2005, margfaldan Íslandsmeistara og Íslandsmethafa í Motocross, Enduro, Sandrag, Drag og Icecross. Þorgeir hefur auk þess nælt sér í FIM réttindi í Road Race, Enduro og Motocross og NHRA réttindi í Drag race. Eins og gefur að skilja, er Biking Viking afar stolt af að hafa fengið Togga til liðs við félagið, enda einstakur öðlingur og reynslubolti af bestu gerð hér á ferð

Hjörtur L. JónssonBiking Viking hefur notið krafta Hjartar frá árinu 2003, þegar hann byrjaði sem leiðsögumaður hjá félaginu. Hjörtur hefur varla stigið af mótorhjóli sl. 40 ár eða eftir að hann tók fyrst í skellinöðru við 12 ára aldur. Hjörtur býr yfir hafsjó af þekkingu um landið okkar og hefur sennilega hjólað á flestum slóðum landsins, hvort sem er á hálendi eða láglendi. Uppáhalds hjólaleiðir Hjartar eru svæðin í kringum Landmannalaugar og Heklu. Tekið skal þó fram að Vestfirði þekkir Hjörtur jafn vel og eigin lófa.

Eyþór Örlygsson

Framkvæmdastjóri Biking Viking og Reykjavík Motor Center. Eyþór er reynslumikill hjólamaður sem þeyst hefur landshorna á milli á hjóli um árabil. Eyþór er öllum hnútum kunnugur á hálendinu og hafa þekking hans á landi og þjóð, sem og hjólaviðgerðarhæfileikar komið sér vel á ferðalögum Biking Viking.

Njáll Gunnlaugsson

Stofandi Biking Viking. Njáll býr yfir rúmlega 25 ára reynslu af mótorhjóla-akstri. Hann er ennfremur einn virtasti ökukennari landsins og þá helst fyrir kennslu sína á mótorhjól. Njáll er mikill mótorhjóla-áhugamaður og skrifaði m.a. sögu mótorhjóla á Íslandi. Einnig hefur Njáll skrifað fjöldan allan af greinum tengdum ökutækjum í gegnum tiðina.

 

 

Menu