Í samstarfi við BMW Motorrad í Þýskalandi, býður Biking Viking nú alfarið upp á BMW mótorhjól til útleigu.
Biking Viking leigir út mótorhjól til lengri og skemmri tíma, og sérhæfir sig í mótorhjólaferðum um Ísland. Til að byrja með var áherslan lögð á sérsniðnar hálendisferðir og á dagsferðir fyrir ferðamenn sem vildu skoða landið á mótorhjólum.
Í dag býður Biking Viking upp á ýmsar tegundir af leiðsögðum ferðum sem spanna alt frá dagsferðum upp í 10 daga túra, þar sem mismunandi reynslu er krafist af ferðalöngum.